Gareth Southgate verður Sir Gareth Southgate eftir áramót en hann verður þá sleginn til riddara.
Southgate hætti störfum sem landsliðsþjálfari Englands eftir Evrópumótið síðasta sumar. Hann stýrði enska landsliðinu í meira en 100 leikjum.
Southgate hætti störfum sem landsliðsþjálfari Englands eftir Evrópumótið síðasta sumar. Hann stýrði enska landsliðinu í meira en 100 leikjum.
Southgate hafði tekið við eftir EM 2016 þar sem England féll út á EM eftir tap gegn Íslandi. Undir hans stjórn fór England tvisvar í úrslitaleik EM en tapaði í bæði skiptin.
Southgate var nálægt því að vera sleginn til riddara eftir að England tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu á EM 2020. Það varð ekki en núna breytist það.
Óvíst er hvort Southgate muni þjálfa aftur.
Athugasemdir