Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 14:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Sir Gareth Southgate
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Southgate verður Sir Gareth Southgate eftir áramót en hann verður þá sleginn til riddara.

Southgate hætti störfum sem landsliðsþjálfari Englands eftir Evrópumótið síðasta sumar. Hann stýrði enska landsliðinu í meira en 100 leikjum.

Southgate hafði tekið við eftir EM 2016 þar sem England féll út á EM eftir tap gegn Íslandi. Undir hans stjórn fór England tvisvar í úrslitaleik EM en tapaði í bæði skiptin.

Southgate var nálægt því að vera sleginn til riddara eftir að England tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu á EM 2020. Það varð ekki en núna breytist það.

Óvíst er hvort Southgate muni þjálfa aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner