Kantmaðurinn Amad Diallo er sá leikmaður sem hefur grætt mest á því að Rúben Amorim hafi tekið við Manchester United.
Diallo hefur fengið mikið traust frá Amorim og hann hefur þakkað fyrir það með flottri frammistöðu.
Diallo hefur fengið mikið traust frá Amorim og hann hefur þakkað fyrir það með flottri frammistöðu.
Diallo fiskaði í gær vítaspyrnu og skoraði svo sigurmarkið þegar United vann dramatískan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City á útivelli.
Undir stjórn Erik ten Hag spilaði Diallo aðeins tvo heila leiki og var að fá að meðaltali um 41 mínútu í leik.
Hann fékk ekki traustið hjá Ten Hag en hefur fengið það hjá Amorim. „Það hafa sumir leikmenn notið góðs af komu portúgalska stjórans á meðan aðrir eru að tapa. Amad Diallo er stærsti sigurvegarinn," segir í grein BBC.
Athugasemdir