Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   mán 16. desember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærsti sigurvegarinn hjá Amorim
Kantmaðurinn Amad Diallo er sá leikmaður sem hefur grætt mest á því að Rúben Amorim hafi tekið við Manchester United.

Diallo hefur fengið mikið traust frá Amorim og hann hefur þakkað fyrir það með flottri frammistöðu.

Diallo fiskaði í gær vítaspyrnu og skoraði svo sigurmarkið þegar United vann dramatískan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City á útivelli.

Undir stjórn Erik ten Hag spilaði Diallo aðeins tvo heila leiki og var að fá að meðaltali um 41 mínútu í leik.

Hann fékk ekki traustið hjá Ten Hag en hefur fengið það hjá Amorim. „Það hafa sumir leikmenn notið góðs af komu portúgalska stjórans á meðan aðrir eru að tapa. Amad Diallo er stærsti sigurvegarinn," segir í grein BBC.
Enski boltinn - Ótrúlegt hrun Man City, óskarsverðlaunadýfa og tveir reknir
Athugasemdir
banner
banner
banner