Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   mán 16. desember 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líklegast að Man City endi í 4. sæti - 2% líkur á titlinum
Mynd: EPA
Það hefur gengið afskaplega illa hjá Manchester City að undanförnu, eftir gærdaginn hefur liðið einungis unnið einn af síðustu ellefu leikjum í öllum keppnum og töpin eru átta.

Ofurtölvan hefur reiknað út hvar líklegast sé að City endi í lok tímabilsins en liðið situr sem stendur í 5. sæti deildarinnar.

42% líkur eru á því að City endi í 4. sæti, 28,9% líkur eru á 3. sæti og einungis 1,9% líkur eru á því að City vinni titilinn.

Ofurtölvan reiknar út að 82% líkur séu á því að Liverpool vinni titilinn, 5,5% líkur eru á að Chelsea vinni titilinn og 10,6% á að Arsenal vinni titilinn.

Manchester United, sem situr í 13. sæti deildarinnar, er líklegast til að enda í 11. sæti, en 11,6% líkur á því.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 28 15 6 7 45 33 +12 51
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 28 14 5 9 53 38 +15 47
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 28 12 10 6 46 40 +6 46
8 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
9 Bournemouth 28 12 8 8 47 34 +13 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
12 Brentford 28 11 5 12 48 44 +4 38
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
15 Everton 28 7 12 9 31 35 -4 33
16 West Ham 28 9 6 13 32 48 -16 33
17 Wolves 28 6 5 17 38 57 -19 23
18 Ipswich Town 28 3 8 17 26 58 -32 17
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 28 2 3 23 20 68 -48 9
Athugasemdir
banner
banner
banner