Brighton þurfti að sætta sig við tap gegn erkifjendum sínum í Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær. Palace varð um leið fyrsta liðið til að vinna Brighton heima á tímabilinu.
Eftir þetta tap er í raun ótrúlegt að horfa á tölfræðina hjá Brighton; sjá hvað þeir hafa gert í síðustu 180 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Það má segja að það sé mikið jafnvægi í þessum úrslitum hjá þeim.
Síðustu 180 leikir Brighton í ensku úrvalsdeildinni:
60 sigrar
60 jafntefli
60 töp
Eftir tapið í gær er Brighton í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir