Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ion kveður Grindavík - Áhugi úr Bestu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Spænski miðjumaðurinn Ion Perelló Machi verður ekki áfram hjá Grindavík á næsta tímabii. Hann greindi frá því á Instagram í dag.

Ion er fæddur árið 1998 og ko fyrst til Íslands sumarið 2021. Hann var hjá Hetti/Hugin fyrsta árið og gekk í raðir Þórs um mitt sumar 2022. Um mitt sumar 2023 yfirgaf hann Þór og samdi við Fram. Eftir tímabilið 2023 samdi hann svovið Grindavík.

Hann kom við sögu í öllum leikjum Grindavíkur á liðnu tímabili í Lengjudeildinni og skoraði eitt mark.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áhugi á Ion frá félögum úr Bestu deildinni. Eins og fyrr segir þá var hann leikmaður Fram seinni hluta tímabilsins 2023 og hann þekkir þá til Þorláks Árnasonar, þjálfara ÍBV, en þeir unnu saman hjá Þór á sínum tíma.

Grindavík
Komnir
Arnór Gauti Úlfarsson frá ÍR
Viktor Guðberg Hauksson frá Reyni S. (var á láni)

Farnir
Aron Dagur Birnuson í Stjörnuna
Sigurjón Rúnarsson í Fram
Kristófer Konráðsson í Fram
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson í Leikni
Bjarki Aðalsteinsson
Ion Perelló
Ármann Ingi Finnbogason í ÍA (var á láni)
Daniel Ndi (var á láni)

Samningslausir
Einar Karl Ingvarsson (1993)
Hassan Jalloh (1998)
Mathias Larsen (2003)
Dennis Nieblas Moreno (1990)
Nuno Jorge Nobre Barbosa Malheiro (1994)
Marinó Axel Helgason (1997)
Ingólfur Hávarðarson (2005)
Athugasemdir
banner
banner
banner