Fótbolti.net greindi frá því í upphafi mánaðar að Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon væri að æfa með Val. Tómas var samningsbundinn ÍBV út næsta tímabil en þegar hann var að semja við enska félagið Harrogate Town nýtti hann sér uppsagnarákvæði í samningnum. Það fór svo þannig að hann fékk ekki atvinnuleyfi á Englandi og er því samningslaus.
Jóhann Már Helgason, fyrrum framkvæmdastjóri Vals, sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Vaslmenn væru að semja við Tómas.
Jóhann Már Helgason, fyrrum framkvæmdastjóri Vals, sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Vaslmenn væru að semja við Tómas.
„Tómas hefur litið ágætlega út á æfingum og Valsmenn vilja gera við hann samning. Hann klárast örugglega í vikunni," sagði Jóhann Már í þættinum.
Tómas er er 22 ára miðjumaður og var í liði ársins þegar ÍBV vann Lengjudeildina í sumar.
Athugasemdir