Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 13:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guy Smit á reynslu hjá nokkuð stóru félagi í Hollandi
Guy Smit.
Guy Smit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Guy Smit er á reynslu hjá Roda JC í Hollandi en félagið segir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.

Roda er ágætlega stórt félag í Hollandi en félagið á meðal annars tvo hollenska bikarmeistaratitla í safni sínu. Roda er núna í næst efstu deild en það komast um 20 þúsund manns fyrir á heimavelli félagsins.

Guy Smit spilaði með KR síðasta sumar og var öflugur undir lokin þar sem KR endaði vel.

Hann hefur einnig leikið með Val, Leikni og ÍBV hér á landi.

Hollendingurinn er núna samningslaus og er óvíst hvað hann gerir næst, en hann er núna til reynslu í heimalandi sínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner