Markvörðurinn Guy Smit er á reynslu hjá Roda JC í Hollandi en félagið segir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.
Roda er ágætlega stórt félag í Hollandi en félagið á meðal annars tvo hollenska bikarmeistaratitla í safni sínu. Roda er núna í næst efstu deild en það komast um 20 þúsund manns fyrir á heimavelli félagsins.
Roda er ágætlega stórt félag í Hollandi en félagið á meðal annars tvo hollenska bikarmeistaratitla í safni sínu. Roda er núna í næst efstu deild en það komast um 20 þúsund manns fyrir á heimavelli félagsins.
Guy Smit spilaði með KR síðasta sumar og var öflugur undir lokin þar sem KR endaði vel.
Hann hefur einnig leikið með Val, Leikni og ÍBV hér á landi.
Hollendingurinn er núna samningslaus og er óvíst hvað hann gerir næst, en hann er núna til reynslu í heimalandi sínu.
Athugasemdir