Íslandsvinurinn Bo Henriksen hefur gert hreint út sagt magnaða hluti fyrir þýska félagið Mainz eftir að hann tók við stjórnartaumunum þar.
Henriksen, sem er 49 ára, var ráðinn stjóri Mainz í febrúar á þessu ári og náði að bjarga liðinu frá falli á síðasta tímabili. Núna er hann með liðið í sjöunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.
Henriksen, sem er 49 ára, var ráðinn stjóri Mainz í febrúar á þessu ári og náði að bjarga liðinu frá falli á síðasta tímabili. Núna er hann með liðið í sjöunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.
Enginn stjóri í sögu Mainz hefur náð eins góðum tölfræðilegum árangri og Henriksen.
Síðan hann tók við er hann með 1,67 stig að meðaltali í leik í þýsku Bundesligunni og er hann þar á undan stjórum eins og Thomas Tuchel og Jurgen Klopp. Hann er með heilu stigi meira en forveri sinn, Jan Siewert.
Þó skal tekið fram að Klopp og Tuchel stýrðu Mainz í mun fleiri leikjum en Henriksen hefur gert.
Henriksen lék á sínum tíma með Val, Fram og ÍBV hér á Íslandi en hann er núna að gera virkilega flotta hluti sem þjálfari.
Since taking over for Mainz 05, Bo Henriksen holds the best Point Per Game ratio in the club's history. He is 1 full PPG ahead of the former club's coach, Jan Siewert.
byu/Yung2112 insoccer
Athugasemdir