Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 12:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr spurður út í stöðu sína - Mættu með skilti í stúkuna
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Kortrijk
Freyr Alexandersson sagðist ekki óttast um stöðu sína hjá Kortrijk eftir 0-3 tap gegn Dender í belgísku úrvalsdeildinni.

Freyr bjargaði Kortrijk með ótrúlegum hætti á síðustu leiktíð en liðið hefur verið í vandræðum á þessu tímabili. Kortrijk er sem stendur í 14. sæti af 16 liðum.

Einhverjir stuðningsmenn eru orðnir pirraðir á stöðu mála og mættu með skilti í stúkuna á síðasta leik. Á þeim stóð „Freyr út" og „stjórnina út". Ekki er líklegt að allir stuðningsmenn séu á þessu máli enda gerði Freyr ótrúlega hluti á síðasta tímabili.

Freyr var spurður út í stöðu sína eftir leikinn og sagði þá: „Nei, ég er ekki hræddur um stöðu mína sem þjálfari Kortrijk."

„Líftími þjálfara er stuttur og það á sérstaklega við um í Belgíu. Ég veit að þjálfaranum er kennt um þegar hlutirnir fara úrskeiðis. Ég legg mikið að mér á hverjum degi en í enda dagsins er þetta ekki mín ákvörðun."

Freyr hefur verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner