Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
banner
   lau 17. ágúst 2024 17:05
Hákon Dagur Guðjónsson
Óskar Hrafn: Væri hræsni að liggja til baka og beita skyndisóknum eftir EM stofuna
Óskar fylgist með KR í stúkunni á KR-velli áður en hann tók við liðinu.
Óskar fylgist með KR í stúkunni á KR-velli áður en hann tók við liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get ekki setið í EM stofunni og beðið Deschamps og Gareth Southgate um að vera djarfa og taka áhættur, og liggja svo sjálfur til baka og beita skyndisóknum. Það væri hræsni," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR eftir 2 - 0 tap gegn Vestra á Ísafirði í fyrsta leik hans sem aðalþjálfari liðsins.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 KR

„Við þurfum að passa að við verðum betri með hverjum leiknum og betri í því sem við erum að gera og verðum ennþá öflugri að nýta okkur stöðurnar sem við komumst í milli miðju og varnar hjá andstæðingunum og ennþá einbeittari í færunum. Svo slökknar stundum á okkur í varnarleiknum og það er hellingur sem þarf að laga. En það er líka hellingur sem er hægt að byggja á, frammistöðulega séð var þetta mjög gott að mörgu leiti en úrslitalega séð var það slæmt."

KR er í 9. sætinu eftir leikinn, stigi fyrir ofan Vestra og 4 stigum frá fallsæti.

„Ég ætla að horfa á þetta þannig að vera meðvitaður um að við séum í fallbaráttu. Við erum ekki það hrokafullir að við höldum að við séum of góðir til að falla. En ég held að ef þú ætlir að einblína of mikið á það þá verði framþróunin engin. Við þurfum að þróa liðið fram á við. Skammtímamarkmiðið er að halda okkur í deildinni og langtímamarkmiðið að búa til gott fótboltalið. Við verðum að vinna að þessum tveimur þáttum á sama tíma.

Nánar er rætt við Óskar Hrafn í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner