Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mið 19. apríl 2023 23:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Emelía Óskarsdóttir (Selfoss/Kristianstad)
Mynd: Kristianstad
Tanfélagi
Tanfélagi
Mynd: Thelma Guðrún Jónsdóttir
Bróðirinn efnilegur píluáhorfandi
Bróðirinn efnilegur píluáhorfandi
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sér um brandarana
Sér um brandarana
Mynd: Grótta
Hvað er númerið?
Hvað er númerið?
Mynd: Getty Images
Heldur jákvæðninni í hámarki
Heldur jákvæðninni í hámarki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emelía er á láni hjá Selfossi frá sænska félaginu Kristianstad. Hún er uppalin í Gróttu og lék einnig með unglingaliðum Ballerup-Skovlande í Danmörku. Hún samdi við Kristianstad í upphafi síðasta árs og kom við sögu í fimmtán deildarleikjum og skoraði eitt mark í sænsku Damallsvenskan.

Sumarið 2020 skoraði hún eitt mark í tólf leikjum í Lengjudeildinni en sumarið 2021 lék hún með strákunum í 3. flokki Gróttu og skoraði þrjú mörk í fimm deildarleikjum. Hún er unglingalandsliðskona, var hluti af U19 landsliðinu sem tryggði sér sæti á EM fyrr í þessum mánuði. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 6. sæti

Fullt nafn: Emelía Óskarsdóttir

Gælunafn: Á eftir að finna hið fullkomna

Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Árið 2020

Uppáhalds drykkur: Powerade

Uppáhalds matsölustaður: Viet noodles

Hvernig bíl áttu: Er því miður ekki ennþá komin með bílpróf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip girl og Brooklyn 99

Uppáhalds tónlistarmaður: Bruno Mars

Uppáhalds hlaðvarp: Kýs frekar að hlusta á hljóðbækur

Fyndnasti Íslendingurinn: Feðginin Gísli Þór Einarsson og Margrét Lea Gísladóttir mega deila þessum heiðri

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Góða nótt elskan” frá mömmu bestu

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei í mínu litla lífi myndi ég spila fyrir Tottenham

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Gabrielle Carle var óþolandi góð á æfingum

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef verið fáránlega heppin með þjálfara alveg frá 6. flokki en faðir minn verður alltaf bestur

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Katla Tryggvadóttir

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Ronaldo og Özil

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Svíþjóð og tryggðum okkur á EM

Mestu vonbrigðin: Þegar við komumst ekki á EM í fyrra útaf markatölu og það munaði einu marki

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Fanneyju Ingu Birkisdóttur

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Orri Steinn

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Allir svo sætir

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ísabella Sara Tryggvadóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir

Uppáhalds staður á Íslandi: Viet noodles

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Var að fara að koma inná í fyrsta leiknum mínum í sænsku deildinni og þegar ég var komin inná fattaði ég að ég heyrði aldrei í hvaða stöðu ég ætti að fara þannig að ég hljóp bara einhvert og endaði á bandvitlausum kanti. Það var alls ekki skemmtilegt í momentinu en get hlegið af því núna

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Þær eru að verða aðeins of margar

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Orri er oft með píluna í gangi þannig hef mjög gaman af því að fylgjast með líka

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: mercurial vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Algebran fer alveg með mig

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég var einhverntímann að keppa á mótI Norður-Írlandi og ætlaði að senda boltann inn í en af einhverjum ástæðum stoppaði ég boltann og tók tilhlaup til að senda frábæra sendingu. Þessi sending endaði á að vera sú versta á mínum ferli.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Margréti Leu, Bellu og Bergdísi. Margréti fyrir góða brandara, Bellu til að tana með mér og Bergdís myndi koma okkur í burtu og halda jákvæðninni í hámarki

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Get hreyft á mér eyrun

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Guðrún Þóra, þekkti hana ekki mikið en hún er bara algjör drottning

Hverju laugstu síðast: Að ég sé búin með algebruna mína

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Finnst fátt leiðinlegra en að hita upp

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Jude Bellingham hvort ég mætti fá númerið hans
Athugasemdir
banner
banner
banner