Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 21. júlí 2015 15:08
Magnús Már Einarsson
Tryggvi Guðmunds í Njarðvík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson er á leið í Njarðvík en þetta staðfesti Guðmundur Steinarsson þjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Tryggvi hefur í sumar spilað með KFS í 3. deildinni. Hann spilar með KFS gegn KFR á morgun áður en hann gengur til liðs við Njarðvík sem er í botnbaráttu í 2. deildinni.

„Við höfum verið að leita okkur að styrkingu. Við höfum verið úti um allt að leita að einhverjum sem er með reynslu og getur styrkt okkur," sagði Guðmundur við Fótbolta.net.

„Það er hægt að fá fullt af pjökkum en við erum með ungt lið og fannst vanta reynslu. Við fórum að skoða markaðinn og duttum inn á Tryggva. Hann kemur vonandi með reynslu inn í liðið sem hann nær að smita út frá sér."

Tryggvi er markahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar en hann hefur undanfarin tvö tímabil spilað með KFS.

Á dögunum var Tryggvi rekinn sem aðstoðarþjálfari ÍBV vegna brots í starfi. Í kjölfarið var möguleiki á að hann myndi taka við sem spilandi þjálfari hjá Dalvík/Reyni en af því varð ekki.

Fyrsti leikur Tryggva með Njarðvík verður einmtt á Dalvík á laugardag. Þar mætast tvö neðstu liðin í 2. deildinni í augnablikinu en Njarðvík er í fallsæti á markatölu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner