Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fim 21. nóvember 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðmundur Rafn heim í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Stjarnan

Markvörðurinn Guðmundur Rafn Ingason er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur frá Fylki en samningur hans við Árbæjarliðið rann út eftir tímabilið.


Guðmundur er tvítugur en hann er uppalinn í Stjörnunni. Hann gekk til liðs við Fylki árið 2022. Hann spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki í sumar.

Hann kom við sögu í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og í lokaumferð Bestu deildarinnar í 3-1 sigri gegn Vestra.

Guðmundur Rafn var í æfingahópi U19 landsliðsins fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann er núna þriðji markvörðurinn á meistaraflokksaldri sem er samningsbundinn Stjörnunni. Hinir eru Árni Snær Ólafsson og Aron Dagur Birnuson. Viktor Reynir Oddgeirsson (2003) er einnig í Stjörnunni en samningur hans rann út á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner