Markvörðurinn Guðmundur Rafn Ingason er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur frá Fylki en samningur hans við Árbæjarliðið rann út eftir tímabilið.
Guðmundur er tvítugur en hann er uppalinn í Stjörnunni. Hann gekk til liðs við Fylki árið 2022. Hann spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki í sumar.
Hann kom við sögu í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og í lokaumferð Bestu deildarinnar í 3-1 sigri gegn Vestra.
Guðmundur Rafn var í æfingahópi U19 landsliðsins fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann er núna þriðji markvörðurinn á meistaraflokksaldri sem er samningsbundinn Stjörnunni. Hinir eru Árni Snær Ólafsson og Aron Dagur Birnuson. Viktor Reynir Oddgeirsson (2003) er einnig í Stjörnunni en samningur hans rann út á dögunum.
Athugasemdir