Richard Sæþór Sigurðsson kom inná og skoraði 2 mörk fyrir Selfyssinga þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Fjarðabyggð. Með mörkunum tryggði Richard sér fría klippingu frá Kjartani Björnssyni rakara á Selfossi. Það loforð má sjá í videoupptökunni hér að ofan.
„Við erum í baráttu og við þurfum að berjast fyrir lífi okkar. Mér fannst við vera líklegri til að setja annað markið heldur en þeir. Það kom eins og tuska í andlitð en við svöruðum því bara vel og vorum líklegri til að skora sigurmarkið hérna í restina,"
„Þetta var jafn leikur en það hefði veirð sætt að klára þetta,"
Richard kom með mikinn kraft inní lið Selfyssinga í dag og var fljótur að setja mark sitt á leikinn
„Nei ég ætla nú ekki að segja það. Það fer bara eftir frammistöðunni í hverjum og einum leik. Ég vona að ég hafi sýnt Gunna að ég eigi allavega eitthvað erindi hérna sagði Richard léttur aðspurður hvort hann væri ekki að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu,"
Selfyssingar fengu 1 stig í dag meðan Grótta tapaði.
„Þetta er á réttri leið, það er fullt af stigum í pottinum og þetta er bara hörkubarátta. Við þurfum að berjast fyrir hverju einasta stigi,"
Viðtalið við Richard má sjá hér að ofan.
Athugasemdir