Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
   fim 22. ágúst 2024 21:01
Þorsteinn Haukur Harðarson
Aron Elís: Það stærsta á mínum ferli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er bara gríðarlega sáttur. Þetta er það sem við ætluðum okkur, að setja tóninn hérna heima, og mér fannst við gera það," sagði Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, eftir 5-0 sigur gegn Santa Coloma í fyrri leik liðana í einvíginu um laust sæti í Sambandsdeildinni. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  0 Santa Coloma

"Þetta lítur mjög vel út, ég viðurkenni það. En þú veist að ég er aldrei að fara að segja að þetta sé komið. Við erum klárir í seinni leikinn og það eru líka Evrópustig í boði þar upp á styrkleikaröðun."

Nú fá Víkingar langþráða vikuhvíld á milli leikja. "Það er mjög gott að fá hvíld núna. Það eru einhverjir búnir að vera tæpir og í smá brasi þannig að það er mjög mikilvægt að fá þessa viku."

Víkingar klúðruðu tveimur vítum í leiknum. Aron klikkaði á öðru þeirra. Situr það í honum? "Já aðeins en við unnum 5-0 og þá líður mér betur. Ég og Valdi tökum þetta á okkur og svo bara áfram gakk."

Aron kom heim í Víking í fyrra eftir áratug í atvinnumennsku. Hann segir að það að koma uppeldisfélaginu í Sambandsdeildina myndi trompa allt annað. "Ég var í 10 ár úti. Að vera í Evrópu með uppeldisklúbbnum er miklu stærra en það fyrir mér. Að komast í úrslitakeppnina í Sambandsdeildinni yrði það stærsta á mínum ferli. "

"Þetta lítur vel út. Núna klárum við að fókusa á þetta einvígi og svo er bara hörku einvígi við Blika og Val í deildinni.


Athugasemdir
banner