Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 15:34
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Boniface hetja Leverkusen í uppbótartíma
Mynd: EPA
Bayer 4 - 3 Wolfsburg
0-1 Nordi Mukiele ('5 , sjálfsmark)
1-1 Florian Wirtz ('14 )
2-1 Jonathan Tah ('32 )
2-2 Sebastiaan Bornauw ('37 )
2-3 Mattias Svanberg ('45 )
3-3 Piero Hincapie ('49 )
4-3 Victor Boniface ('90 )
Rautt spjald: Yannick Gerhardt, Wolfsburg ('88)

Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen unnu dramatískan 4-3 sigur á Wolfsburg í 4. umferð þýsku deildarinnar í dag.

Heimamenn fengu martraðarbyrjun í leiknum er Nordi Mukiele stýrði boltanum í eigið net eftir fyrirgjöf frá hægri.

Leverkusen svaraði markinu ágætlega. Florian Wirtz jafnaði níu mínútum síðar og þá kom Jonathan Tah liðinu í forystu eftir rúman hálftímaleik.

Það var ekki nóg til að brjóta leikmenn Wolfsburg niður sem jöfnuðu metin á 37. mínútu og komust síðan aftur í forystu áður en hálfleikurinn var úti er sænski leikmaðurinn Mattias Svanberg vann boltann fyrir utan teig Leverkusen og lét vaða á Lukas Hradecky í markinu, en sá var í miklum vandræðum og tókst ekki að verja skot Svíans.

Snemma í síðari hálfleiknum jöfnuðu Leverkusen-menn aftur er varnarmaðurinn Piero Hincapie með skalla eftir hornspyrnu.

Victor Boniface fékk tækifæri til að tryggja sigurinn þegar þrettán mínútur voru eftir af leiknum en Kamil Grabara sá við honum í markinu.

Varamaðurinn Yannick Gerhardt fékk að líta rauða spjaldið í liði Wolfsburg þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og nýttu heimamenn sér liðsmuninn og gerðu sigurmarkið í gegnum Boniface þegar þrjár mínútur voru komnar í uppbót.

Dramatískur sigur hjá Leverkusen sem er með 10 stig eftir fjóra leiki en Wolfsburg með aðeins þrjú stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 4 4 0 0 16 3 +13 12
2 Leverkusen 4 3 0 1 13 9 +4 9
3 Freiburg 4 3 0 1 8 4 +4 9
4 Eintracht Frankfurt 4 3 0 1 7 4 +3 9
5 Union Berlin 4 2 2 0 4 2 +2 8
6 Stuttgart 4 2 1 1 11 8 +3 7
7 RB Leipzig 3 2 1 0 4 2 +2 7
8 Dortmund 4 2 1 1 7 6 +1 7
9 Heidenheim 4 2 0 2 8 7 +1 6
10 Mainz 4 1 2 1 8 8 0 5
11 Werder 4 1 2 1 4 8 -4 5
12 Augsburg 4 1 1 2 7 10 -3 4
13 Wolfsburg 4 1 0 3 8 9 -1 3
14 Gladbach 4 1 0 3 5 8 -3 3
15 Hoffenheim 4 1 0 3 6 11 -5 3
16 Bochum 4 0 1 3 3 7 -4 1
17 Holstein Kiel 4 0 1 3 5 13 -8 1
18 St. Pauli 3 0 0 3 1 6 -5 0
Athugasemdir
banner