Fjolla Shala, leikmaður Breiðabliks, hefur verið valin í landsliðshóp Kosóvó fyrir vináttuleik gegn Svartfjallalandi á sunnudaginn.
Fjolla er fædd í Kosóvó en fjölskylda hennar flutti til Íslands þegar hún var fimm ára gömul.
Fjolla lék með Leikni R. í yngri flokkunum en frá árinu 2009 hefur hún leikið með Fylki og síðan Breiðabliki.
Á sínum tíma lék Fjolla marga leiki með U19 og U17 ára landsliði Íslands.
Í sumar var Fjolla ekkert með Breiðabliki eftir að hafa slitið krossband. Hún er hins vegar í hópnum hjá Kosóvó fyrir leikinn um helgina.
Kosóvó fékk aðild að FIFA í fyrra og þá kom karlalandslið þjóðarinnar inn í undankeppni HM í fyrsta skipti. Kosóvó var með Íslandi í riðli í undankeppni HM.
Kvennalið Kosóvó tók þátt í forkeppni fyrir undankeppni HM 2019 en tapaði þar öllum leikjum sínum.
Sjá einnig:
Fjolla: Fótboltinn fékk mig til að feta rétta leið í lífinu
@FjollaShala valin í nýtt landslið Kosovo! #toppaðuþað #Breiðablik #Fotboltinet😀⚽️🇽🇰 pic.twitter.com/0Of2O2SUZD
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) November 23, 2017
Athugasemdir