Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   fös 24. maí 2024 12:30
Fótbolti.net
Helga Birkis spáir í 8. umferð Bestu deildarinnar
Helga í treyjunni góðu.
Helga í treyjunni góðu.
Mynd: Raggi Óla
Aron Elí Sævarsson er fyrirliði Aftureldingar.
Aron Elí Sævarsson er fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Raggi Óla
Helga spáir því að frumburðurinn skori.
Helga spáir því að frumburðurinn skori.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltamamman Helga Birkisdóttir spáir í 8. umferð Bestu deildarinnar. Helga mætti í skemmtilegri treyju þegar synir hennar mættust í Mjólkurbikarnum á dögunum; Birkir Már Sævarsson í Val og Aron Elí Sævarsson í Aftureldingu.

Treyjan er hálf Valstreyja og hálf Aftureldingartreyja.

„Þegar það var ljóst að Afturelding og Valur væru bæði í pottinum fyrir 16-liða úrslitin þá hafði ég sterkt á tilfinningunni að liðin myndu dragast saman. Þegar það svo raungerðist kom hugmyndin um að útbúa sérstaka treyju strax til umræðu enda ekki á hverjum degi sem þeir bræður keppa á móti hvor öðrum," segir Helga.

„Að leikurinn væri settur á þennan dag, 17. maí, á 95 ára afmælisdegi pabba heitins var auðvitað alveg einstakt fyrir okkur fjölskylduna. Hann var alla tíð þeirra besti stuðningsmaður, mætti á leiki og fylgdist með öllum úrslitum. "

„Halldór Einarsson í Henson tók mér fagnandi og var fljótur að græja þessa flottu treyju fyrir okkur. Kaleo auglýsingin varð fyrir valinu enda heimaleikurinn í Mosó og dagsetningin fékk að sjálfsögðu sinn fína sess. Þetta var einstök upplifun, skemmtilegur leikur og umgjörðin hjá Aftureldingu til fyrirmyndar."

KR 1 - 1 Vestri (laugardagur 16)
Vestramenn mæta ákveðnir á Meistaravelli en þeir hafa saknað síns besta manns Guðmundar Arnars. KR nær forystunni með marki Axels Óskars en jöfnunarmarkið kemur um miðjan seinni hálfleik frá fyrirliðanum, Elmari Atla.

ÍA 1 - 2 Víkingur (laugardagur 17)
Arnór Smárason skorar fyrsta mark leiksins en Víkingar ná smám saman yfirtökum á leiknum með mörkum frá Jóni Guðna Fjólusyni og Nikolaj Hansen.

Valur 3 - 0 FH (laugardagur 19:15)
FH á erfitt verkefni fyrir höndum því það svífur sigurandi yfir Hlíðarenda þessa dagana í öllum greinum, karla og kvenna. Heimir fer stigalaus heim í Hafnarfjörð því Valsmenn leika á als oddi. Frumburðurinn skuldar mömmu sinni mark og setur loksins eitt kvikindi. Orri skorar með skalla og Patrick lokar þessu með stórglæsilegu marki.

Stjarnan 3 - 2 KA (sunnudagur 17)
Það verður hörkuleikur á teppinu í Garðabænum en Stjarnan nær öllum stigunum í dag þó það standi tæpt. Stjarnan kemst í 2-0. KA nær að jafna með mörkum frá Hallgrími Mar og Birgi Baldvins en Andri Adolphs setur sigurmarkið undir lok leiks.

Fram 1 - 2 Breiðablik (sunnudagur 17)
Breiðablik mæta mjög einbeittir í Úlfarsárdalinn og Anton Ari ver víti. Jason Daði og Kristinn Steindórs setja mörkin fyrir Blika. Hinn efnilegi Breki Baldurs setur spennu í lok leiks en markið kemur því miður of seint.

Fylkir 1 - 0 HK (mánudagur 19:15)
Fylkir sem eru komnir upp að vegg ná hér iðnaðarsigri í Lautinni með marki frá Benedikt Garðarssyni. Það er allt á suðupunti í lok leiks eftir umdeilda dómgæslu en Fylkir nær að hirða öll stigin og anda því léttar við lokaflautið í fallegri kvöldsólinni.

Fyrri spámenn:
Finnur Freyr (5 réttir)
Nadía Atla (4 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Stefán Teitur (2 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Gummi Ben (1 réttur)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner