Fótboltamamman Helga Birkisdóttir spáir í 8. umferð Bestu deildarinnar. Helga mætti í skemmtilegri treyju þegar synir hennar mættust í Mjólkurbikarnum á dögunum; Birkir Már Sævarsson í Val og Aron Elí Sævarsson í Aftureldingu.
Treyjan er hálf Valstreyja og hálf Aftureldingartreyja.
„Þegar það var ljóst að Afturelding og Valur væru bæði í pottinum fyrir 16-liða úrslitin þá hafði ég sterkt á tilfinningunni að liðin myndu dragast saman. Þegar það svo raungerðist kom hugmyndin um að útbúa sérstaka treyju strax til umræðu enda ekki á hverjum degi sem þeir bræður keppa á móti hvor öðrum," segir Helga.
„Að leikurinn væri settur á þennan dag, 17. maí, á 95 ára afmælisdegi pabba heitins var auðvitað alveg einstakt fyrir okkur fjölskylduna. Hann var alla tíð þeirra besti stuðningsmaður, mætti á leiki og fylgdist með öllum úrslitum. "
„Halldór Einarsson í Henson tók mér fagnandi og var fljótur að græja þessa flottu treyju fyrir okkur. Kaleo auglýsingin varð fyrir valinu enda heimaleikurinn í Mosó og dagsetningin fékk að sjálfsögðu sinn fína sess. Þetta var einstök upplifun, skemmtilegur leikur og umgjörðin hjá Aftureldingu til fyrirmyndar."
Treyjan er hálf Valstreyja og hálf Aftureldingartreyja.
„Þegar það var ljóst að Afturelding og Valur væru bæði í pottinum fyrir 16-liða úrslitin þá hafði ég sterkt á tilfinningunni að liðin myndu dragast saman. Þegar það svo raungerðist kom hugmyndin um að útbúa sérstaka treyju strax til umræðu enda ekki á hverjum degi sem þeir bræður keppa á móti hvor öðrum," segir Helga.
„Að leikurinn væri settur á þennan dag, 17. maí, á 95 ára afmælisdegi pabba heitins var auðvitað alveg einstakt fyrir okkur fjölskylduna. Hann var alla tíð þeirra besti stuðningsmaður, mætti á leiki og fylgdist með öllum úrslitum. "
„Halldór Einarsson í Henson tók mér fagnandi og var fljótur að græja þessa flottu treyju fyrir okkur. Kaleo auglýsingin varð fyrir valinu enda heimaleikurinn í Mosó og dagsetningin fékk að sjálfsögðu sinn fína sess. Þetta var einstök upplifun, skemmtilegur leikur og umgjörðin hjá Aftureldingu til fyrirmyndar."
KR 1 - 1 Vestri (laugardagur 16)
Vestramenn mæta ákveðnir á Meistaravelli en þeir hafa saknað síns besta manns Guðmundar Arnars. KR nær forystunni með marki Axels Óskars en jöfnunarmarkið kemur um miðjan seinni hálfleik frá fyrirliðanum, Elmari Atla.
ÍA 1 - 2 Víkingur (laugardagur 17)
Arnór Smárason skorar fyrsta mark leiksins en Víkingar ná smám saman yfirtökum á leiknum með mörkum frá Jóni Guðna Fjólusyni og Nikolaj Hansen.
Valur 3 - 0 FH (laugardagur 19:15)
FH á erfitt verkefni fyrir höndum því það svífur sigurandi yfir Hlíðarenda þessa dagana í öllum greinum, karla og kvenna. Heimir fer stigalaus heim í Hafnarfjörð því Valsmenn leika á als oddi. Frumburðurinn skuldar mömmu sinni mark og setur loksins eitt kvikindi. Orri skorar með skalla og Patrick lokar þessu með stórglæsilegu marki.
Stjarnan 3 - 2 KA (sunnudagur 17)
Það verður hörkuleikur á teppinu í Garðabænum en Stjarnan nær öllum stigunum í dag þó það standi tæpt. Stjarnan kemst í 2-0. KA nær að jafna með mörkum frá Hallgrími Mar og Birgi Baldvins en Andri Adolphs setur sigurmarkið undir lok leiks.
Fram 1 - 2 Breiðablik (sunnudagur 17)
Breiðablik mæta mjög einbeittir í Úlfarsárdalinn og Anton Ari ver víti. Jason Daði og Kristinn Steindórs setja mörkin fyrir Blika. Hinn efnilegi Breki Baldurs setur spennu í lok leiks en markið kemur því miður of seint.
Fylkir 1 - 0 HK (mánudagur 19:15)
Fylkir sem eru komnir upp að vegg ná hér iðnaðarsigri í Lautinni með marki frá Benedikt Garðarssyni. Það er allt á suðupunti í lok leiks eftir umdeilda dómgæslu en Fylkir nær að hirða öll stigin og anda því léttar við lokaflautið í fallegri kvöldsólinni.
Fyrri spámenn:
Finnur Freyr (5 réttir)
Nadía Atla (4 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Stefán Teitur (2 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Gummi Ben (1 réttur)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir