Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. ágúst 2021 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Kórdrengir unnu á ný - Selfoss að sleppa frá falli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu leikjum kvöldsins var að ljúka í Lengjudeildinni þar sem Kórdrengir eru komnir aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð.

Kórdrengir verðskulduðu 2-0 forystu gegn Þór í hálfleik. Þórir Rafn Þórisson skoraði eftir góða sendingu frá Alex Frey Hilmarssyni. Stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Connor Simpson forystuna með fallegu marki eftir stoðsendingu frá Axel Frey Harðarsyni.

Ásgeir Frank Ásgeirsson fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu í upphafi síðari hálfleiks og spiluðu Kórdrengir seinni hálfleikinn því leikmanni færri. Það sakaði ekki, Kórdrengir héldu út og tryggðu sér stigin.

Kórdrengir eiga eftir að spila fimm leiki á deildartímabilinu og eru fjórum stigum eftir ÍBV, sem á leik til góða.

Kórdrengir 2 - 0 Þór
1-0 Þórir Rafn Þórisson ('28 )
2-0 Connor Mark Simpson ('43 )
Rautt spjald: Ásgeir Frank Ásgeirsson , Kórdrengir ('47)

Lestu um leikinn



Gary Martin setti þá tvennu er Selfoss reynir að stinga fallbaráttuna af með sínum þriðja sigri í sex leikjum.

Gary skoraði undir lok fyrri hálfleiks eftir klafs í vítateig Mosfellinga og tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks.

Afturelding fékk ekki mikið af hættulegum færum og setti Danijel Majkic þriðja og síðasta mark leiksins á 84. mínútu. Heimamenn nýttu færin sín betur í nokkuð jöfnum leik á Selfossi.

Selfoss hefur verið í harðri fallbaráttu við Þrótt R. á tímabilinu og er núna 8 stigum fyrir ofan. Þróttur er að spila við topplið Fram þessa stundina og þarf sigur.

Selfoss 3 - 0 Afturelding
1-0 Gary John Martin ('40 )
2-0 Gary John Martin ('48 , víti)
3-0 Danijel Majkic ('84 )

Lestu um leikinn



Að lokum skoraði Pétur Bjarnason tvennu í fyrri hálfleik er Vestri lagði botnlið Víkings Ó. að velli.

Vestri var tveimur mörkum yfir í leikhlé og bætti Guðmundur Arnar Svavarsson þriðja markinu við í síðari hálfleik áður en gestirnir frá Ólafsvík minnkuðu muninn. Harley Willard skoraði bæði mörk Víkings.

Víkingur er aðeins einu tapi frá falli eftir þetta tap á meðan Vestri er í góðri stöðu í fimmta sæti.

Vestri 3 - 2 Víkingur Ó.
1-0 Pétur Bjarnason ('20)
2-0 Pétur Bjarnason ('30)
3-0 Guðmundur Arnar Svavarsson ('63)
3-1 Harley Bryn Willard ('72)
3-2 Harley Bryn Willard ('80)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner