Systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur eru báðar óléttar og óvíst er hversu mikið þær koma við sögu með Val á næsta tímabili.
Elísa og Margrét eiga báðar von á barni í vor.
Elísa og Margrét eiga báðar von á barni í vor.
„Þetta er í kringum apríl mánuð. Þetta er eitthvað sem kemur í ljós. Ég held að það borgi sig ekki að tala um neinar dagsetningar ," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, við Fótbolta.net í dag.
Elísa og Margrét Lára slitu báðar krossband fyrr á árinu og hafa verið frá keppni undanfarna mánuði.
Elísa sleit krossband í landsleik í apríl á meðan Margrét Lára sleit krossband í leik með Val í júní.
Margrét Lára er markahæst í sögu íslenska landsliðsins með 77 mörk í 117 leikjum en Elísa er varnarmaður sem á 36 landsleiki að baki.
Athugasemdir