Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   sun 27. apríl 2025 18:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Höskuldur aftur hetjan: Ótrúleg einstaklings gæði hjá Viktori
Skoraði sigurmarkið annan leikinn í röð.
Skoraði sigurmarkið annan leikinn í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur og Tobias Thomsen.
Höskuldur og Tobias Thomsen.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Viktor Karl sýndi frábær gæði í aðdraganda sigurmarksins.
Viktor Karl sýndi frábær gæði í aðdraganda sigurmarksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Jú bara mjög flottur sigur á erfiðum útivelli og tilfinningin að sjálfsögðu góð í ljósi þess. Attitjúdið okkar skóp klárlega þennan sigur."

Þetta segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir sigur liðsins gegn Vestra í dag.

Breiðablik vann sanngjarnan útisigur, 0-1, gegn Vestra sem var fyrir leikinn í toppsæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  1 Breiðablik

„Þeir eru bara nokkuð erfiðir að eiga við, með skýrt plan sem þeir fylgja og eru góðir í því."

Höskuldur skoraði sigurmarkið, annan leikinn í röð, og er eðlilega kátur með það.

„Það er náttúrulega bara flott tilfinning, en fyrst og síðast dýrmætt í ljósi þess að við höfum fengið tvo sigra."

Markið skoraði hann eftir að Tobias Thomsen skallaði áfram frábæra fyrirgjöf frá Viktori Karli Einarssyni, Höskuldur réttur maður á réttum stað og stýrði boltanum fast í netið.

„Þetta voru bara ótrúleg einstaklings gæði hjá Viktori Karli úti vinstra megin á vellinum, glæsileg sending og svo fyllum við teiginn vel."

Hann hafði ekki áhyggjur af því að Vestri myndi jafna eftir að Blikar tóku forystuna.

„Nei, mér fannst við nú bara halda áfram að gera okkar restina af leiknum, vorum með algjöra stjórn."

Höskuldur er nýbakaður faðir og var hann spurður út í hvernig það væri að ganga að samtvinna fótboltanum og föðurhlutverkinu fyrstu vikurnar.

„Samtvinningin gengur bara ljómandi vel verð ég að segja!"

Að lokum, það vakti athygli að fyrirliðinn tók ekki vítaspyrnu Breiðabliks í lok leiks en Thomsen steig á punktinn.

Hvers vegna?

„Það var bara tekin ákvörðun af mér og Tobias. Hann er virkilega góð vítaskytta og ég náttúrulega klikkaði á síðasta (gegn Fjölni í bikarnum)."

„Þannig það var bara mjög eðlileg og sameiginleg ákvörðun,"
segir Höskuldur.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
2.    Vestri 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
3.    KR 4 1 3 0 12 - 7 +5 6
4.    Víkingur R. 3 2 0 1 6 - 1 +5 6
5.    Stjarnan 3 2 0 1 5 - 4 +1 6
6.    Valur 3 1 2 0 7 - 5 +2 5
7.    ÍBV 3 1 1 1 3 - 3 0 4
8.    Afturelding 3 1 1 1 1 - 2 -1 4
9.    KA 4 1 1 2 6 - 11 -5 4
10.    Fram 3 1 0 2 5 - 6 -1 3
11.    ÍA 4 1 0 3 2 - 9 -7 3
12.    FH 4 0 1 3 5 - 8 -3 1
Athugasemdir
banner
banner
banner