Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   sun 27. apríl 2025 15:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Inter missteig sig og Napoli í bílstjórasætið - Albert lagði upp
Mynd: EPA
Inter missteig sig í titilbaráttunni á Ítalíu þegar liðið tapaði gegn sjóðheitum Rómarmönnum.

Matias Soule var hetja Roma en hann skoraði eina mark leiksins af miklu harðfylgi þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður.

Roma hefur verið á ótrúlegu flugi en liðið hefur ekki tapað deildarleik síðan um miðjan desember, 18 leikir í röð án taps. Inter mátti ekki við því að tapa stigum en liðið er með jafn mörg stig og Napoli á toppnum en Napoli á leik til góða gegn Torino í kvöld.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina sem lagði Empoli. Albert lagði upp fyrra mark liðsins þegar hann sendi Yacine Adli einan í gegn.

Rolando Mandragora skoraði annað mark Fiorentina eftir 25 mínútna leik með bakfallsspyrnu. Empoli minnkaði muninn eftir tæpan klukkutíma en nær komust þeir ekki.

Roma er í 5. sæti með 60 stig, Fiorentina í 8. sæti með 59 stig og Empoli í næst neðsta sæti, stigi frá öruggu sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 34 22 8 4 54 25 +29 74
2 Inter 34 21 8 5 72 33 +39 71
3 Atalanta 34 19 8 7 67 31 +36 65
4 Juventus 34 16 14 4 51 31 +20 62
5 Roma 34 17 9 8 49 32 +17 60
6 Bologna 33 16 12 5 52 37 +15 60
7 Fiorentina 34 17 8 9 53 34 +19 59
8 Lazio 33 17 8 8 55 43 +12 59
9 Milan 34 15 9 10 53 38 +15 54
10 Torino 34 10 13 11 38 39 -1 43
11 Como 34 11 9 14 44 48 -4 42
12 Udinese 33 11 7 15 36 48 -12 40
13 Genoa 34 9 12 13 29 41 -12 39
14 Verona 33 9 5 19 30 60 -30 32
15 Parma 33 6 13 14 38 51 -13 31
16 Cagliari 33 7 9 17 33 49 -16 30
17 Lecce 34 6 9 19 24 56 -32 27
18 Venezia 34 4 13 17 27 48 -21 25
19 Empoli 34 4 13 17 27 54 -27 25
20 Monza 34 2 9 23 25 59 -34 15
Athugasemdir
banner