Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður á dagskrá í síðasta sinn á þessu ári á X977 á morgun milli 12 og 14.
Haldið er í hefðina og Kæfan verður á dagskrá en þar verður gleðin við völd þegar fótboltaárið er gert upp og veitt verðlaun í fjölmörgum flokkum.
Haldið er í hefðina og Kæfan verður á dagskrá en þar verður gleðin við völd þegar fótboltaárið er gert upp og veitt verðlaun í fjölmörgum flokkum.
Elvar Geir, Tómas Þór og Benedikt Bóas verða í beinni frá fiskabúrinu á Suðurlandsbrautinni.
Gestur þáttarins er hinn þrælskemmtilegi og öflugi markvörður Jökull Andrésson sem hjálpaði Aftureldingu að komast upp í Bestu deildina og mun leika með liðinu þar næsta sumar.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir