Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 24. desember 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona gerir fjórtán ára risasamning við Nike
Nike framleiðir treyjur Barcelona með Spotify merkinu framan á.
Nike framleiðir treyjur Barcelona með Spotify merkinu framan á.
Mynd: Getty Images
Barcelona er búið að gera nýjan samning við íþróttavöruframleiðandann Nike sem gildir næstu 14 ár og er um 1,7 milljarð evru virði.

Börsungar skoðuðu einnig samskonar tilboð frá Puma og New Balance en ákváðu á endanum að halda áfram í samstarfi við Nike.

Barcelona og Nike hafa verið í samstarfi síðan 1998 og er þetta stærsti samningur sem íþróttavöruframleiðandi hefur nokkurn tímann gert við fótboltafélag.

Þessi risasamningur er gríðarlega mikilvægur fyrir Barcelona sem hefur verið að glíma við fjárhagsörðugleika undanfarin misseri.

Darren Dein, sonur fyrrum eigenda Arsenal, sá um málamiðlanir á milli Nike og Barcelona og fær hann um 50 milljónir evra í sinn hlut.
Athugasemdir
banner