Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
banner
   fös 28. mars 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Berta mætir til Arsenal í komandi viku
Andrea Berta.
Andrea Berta.
Mynd: EPA
Andrea Berta er væntanlegur til Englands um helgina en Arsenal býr sig undir að kynna hann formlega sem nýjan yfirmann fótboltamála.

ítalinn tekur við af Edu sem lét af störfum seint á síðasta ári en hans aðstoðarmaður, Jason Ayto, tók við starfinu til bráðabirgða.

Ýmsir voru orðaðir við stafið en Berta tekur formlega til starfa í komandi viku. Hann er 53 ára og er mikils metinn innan fótboltaheimsins.

Berta var hjá Atletico Madrid þar sem hann stýrði kaupum á leikmönnum á borð við Rodri, Antoine Griezmann og Jan Oblak. Þar á undan starfaði hann fyror Parma og Genoa í heimalandi sínu.

Berta varð laus allra mála frá Atletico Madrid í janúar en hann hafði starfað hjá spænska félaginu í rúman áratug.
Athugasemdir
banner
banner
banner