Gils er fæddur árið 2007 og er uppalinn hjá FH. Hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2022. Seinni hluta síðasta tímabils skoraði hann eitt mark í 11 leikjum á láni hjá ÍR.
Gils er unglingalandsliðsmaður, á að baki fjóra leiki fyrir yngri landsliðin og hefur í þeim skorað fjögur mörk. Hann er snöggur og kraftmikill vinstri kantmaður sem sýnir í dag á sér hina hliðina.
Gils er unglingalandsliðsmaður, á að baki fjóra leiki fyrir yngri landsliðin og hefur í þeim skorað fjögur mörk. Hann er snöggur og kraftmikill vinstri kantmaður sem sýnir í dag á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Gils Gíslason
Gælunafn: Gilli
Aldur: 17
Hjúskaparstaða: lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: 2022 seinasti leikur í bestu. Það sem var minnisstætt var að ég varð yngsti leikmaður í sögu efstu deildar til að koma inná á þeim tíma
Uppáhalds drykkur: Nocco
Uppáhalds matsölustaður: serrano
Uppáhalds tölvuleikur: Er mest í FIFA en minecraft klikkar seint
Áttu hlutabréf eða rafmynt: nei
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Suits
Uppáhalds tónlistarmaður: Patrik
Uppáhalds hlaðvarp: Tveggja turna tal með mínum besta JP
Uppáhalds samfélagsmiðill: snapchat
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Inna fyrir skólann
Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Vaknaður? frá Pabba
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KR
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Chido Obi-Martin eða Sverre Nypan báðir sturlaðir
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jón Páll og Lenny eru í 1. sæti
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: er ekki með einhvern einn í huga en Ketill Orri er óþolandi á æfingum hann hættir einhvern veginn aldrei
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Messi
Sætasti sigurinn: þegar ég skoraði winner á móti Fjölni í fyrra, það var mjög sætur sigur
Mestu vonbrigðin: að tapa á móti Keflavík í playoffs í fyrra
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Valdimar Þór
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Þorri Stefán
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Grétar Snær er helvíti myndarlegur
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Barbára Sól
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Rangstaða: þá þyrfti maður ekki að spila mikið af vörn
Uppáhalds staður á Íslandi: Kaplakriki er bestur
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: ekkert eitthvað eitt sem kemur í hugann en fer alltaf að hlæja þegar JP öskrar eitthvað inná völlinn
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fylgist mikið með handbolta
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Búinn að vera í Tiempo en var að færa mig yfir í Mercurial
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Jarðfræði
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Óttar Uni, Eysteinn Ernir Og Allan Purisevic. Eysteinn er með allt uppá 10 í stemningunni og Óttar og Allan mjög góðir vinir, verð að hafa þá með.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Arnór Borg, hann heldur upp stemningunni
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi vilja sjá Ísak Atla í Love Island
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég er geðveikur í handbolta
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Tómas Orri og hversu ógeðslega mikið hann getur hlaupið í leikjum
Hverju laugstu síðast: sagði Pabba að ég myndi koma heim á skikkanlegum tíma
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Sendingaræfingar eru unreal leiðinlegar
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: myndi spyrja Ronaldo hvað hann focusaði mest á til að vera svona góður
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Bara mæta og styðja liðið.
Athugasemdir