Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
banner
   fös 28. mars 2025 21:14
Anton Freyr Jónsson
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Jóhann Kristinn þjálfari Þór/KA
Jóhann Kristinn þjálfari Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn hrósaði innkomu Bríetar Fjólu
Jóhann Kristinn hrósaði innkomu Bríetar Fjólu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við erum svekkt núna að hafa tapað leiknum og þetta sannfærandi. Þær fengu góð færi í þessum leik og við sýndum þeim of mikla virðingu. Við svona hálfpartinn fórum bara óhikandi, sýndum nær okkar rétta andliti í seinni og margt mjög ánægjulegt og þá sérstaklega úr síðari hálfleiknum sem hægt er að taka og mér fannst bara óþarfi að fá svona mörg mörk á okkur og við hefðum átt að skora fleiri mörk en eitt." sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA en liðið tapaði gegn Breiðablik í úrslitaleik Lengjubikars kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Þór/KA

Breiðablik leiddi inn í hálfleik en gestirnir í Þór/KA komu með mikinn kraft inn í þann síðari og minnkuðuv fljótlega muninn og síðan fékk Sandrs María dauðafæri sem hún skorar úr á eðlilegum degi en í stað refsuðu Breiðablik og silgdu sigrinum heim.

„Það er mjög margt í síðari hálfleiknum sem ég er ánægður með. Sandra María skorar úr 9 af hverjum 10 og við tókum þetta tíunda í þetta skipti. Hún skorar úr næsta svona og það munar um svona hluti auðvitað en þetta er ekkert atriði sem breytti öllum gangi leiksins, það væri mjög barnarlegt að skella skuldinni á það en við gerðum betur sem lið í seinni hálfleik og ég er mjög ánægður með það."

Jóhann Kristinn hrósaði innkomu Bríetar Fjólu en hún kom með gríðarlegan kraft inn af bekknum í kvöld. 

„Ég er til dæmis mjög ánægður með innkomu hjá Bríeti Fjólu (BJarnadóttur) sem kom með kraft inn eins og stelpurnar gerðu reyndar í seinni. Stelpurnar voru ákveðnar í hálfleik að gera betur."

„Við erum gríðarlega ánægðir með þetta, við erum að fara aðeins aðra leið og við höfum verið að gera og við setjum mikið traust og mikla ábyrgð á leikmenn sem er bara eins og við köllum okkar leikmenn. Þær eru bara að stíga upp og þegar þú ert á svoleiðis verkefni þá auðvitað misstíguru þig annað slagið og stelpurnar geta ekki spilað fullkomna leiki alltaf, en ég er mjög ánægður með hópinn við treystum honum hundrað prósent til að gera góða hluti í sumar."

Fótbolti.net ræddi einnig við Söndru Maríu Jessen, fyrirliða Þór/KA en vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að birta það.


Athugasemdir
banner
banner
banner