Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
banner
   fös 28. mars 2025 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur Ágúst missir af fyrstu fjórum leikjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti leikur gæti orðið gegn KA.
Fyrsti leikur gæti orðið gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Ágúst Björnsson, framherji FH, mun missa af fyrstu fjórum leikjum FH á tímabilinu en hann er í háskólanámi í Bandaríkjunum. Hann er í námi við Duke háskólann.

Úlfur er fæddur árið 2003 og hefur verið í stóru hlutverki hjá FH síðustu ár. Hann skoraði sjö mörk í 16 deildarleikjum tímabilið 2023 og á síðasta tímabili skoraði hann fimm mörk í 13 leikjum.

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, sagði við Fótbolta.net að áætlað sé að Úlfur komi heim 24. apríl, daginn eftir heimaleikinn gegn KR. Úlfur mun því missa af fyrstu þremur deildarleikjum FH og leik FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Fyrsti leikur Úlfs með FH tímabilið 2025 verður því líklega gegn KA á útivelli.

Fyrstu leikir FH á tímabilinu:
7. apríl Stjarnan - FH
13. apríl Vestri - FH
Bikarleikur
23. apríl FH - KR
27. apríl KA - FH

Úlfur var orðaður við MLS deildina fyrir áramót en hann var ekki valinn í nýliðavalinu, líklega vegna misskilnings sem má kynna sér betur hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner