Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   lau 29. mars 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Berum fullt traust til UEFA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti þjálfari Real Madrid svaraði spurningum á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Leganés sem fer fram í kvöld.

Hann var meðal annars spurður út í rannsókn UEFA á hegðun fjögurra leikmanna Real eftir að hafa slegið nágranna sína í Atlético Madrid úr leik í Meistaradeildinni eftir vítakeppni.

Mögulegt er að Antonio Rüdiger, Kylian Mbappé, Vinícius Júnior og Dani Ceballos verði dæmdir í leikbann fyrir hegðun sína eftir sigurinn og þeir myndu þá missa af útileiknum gegn Arsenal í 8-liða úrslitunum.

   27.03.2025 22:30
Mbappé og Vinícius í leikbanni gegn Arsenal?


„Við berum fullt traust til UEFA varðandi þessa rannsókn. Við bíðum eftir niðurstöðu en okkar skoðun er sú að leikmenn félagsins hafi ekki gert neitt af sér. Þeir voru bara að fagna tilfinningaþrungnum sigri," sagði Ancelotti, en það náðist á myndband þegar Rüdiger þóttist skera Atlético Madrid á háls og þegar Mbappé, Ceballos og Vinícius voru með dónalegar handabendingar í átt að áhorfendum.

Ancelotti gefur þessu ekki mikið vægi og býst við að leikmennirnir fjórir verði til taks fyrir ferðalagið til London.

Real Madrid er í öðru sæti spænsku deildarinnar sem stendur, þremur stigum á eftir toppliði Barcelona.

„Barca er kannski fyrir ofan okkur en við eigum ennþá eftir að spila seinni El Clásico."

Ancelotti var að lokum spurður út í brasilíska landsliðsþjálfarastarfið, sem hann hefur verið orðaður við í rúmt ár.

„Ég kann að meta brasilíska landsliðið en ég hef ekki verið í neinu sambandi við fótboltasambandið þar í landi. Öll mín einbeiting er á Real Madrid og ég er samningsbundinn félaginu. Markmiðið hérna er að vinna sem flesta titla og við eigum mjög mikilvæga leiki framundan."
Athugasemdir
banner