Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   lau 29. mars 2025 00:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Herra Víkingur leggur skóna á hilluna - Ótrúlegt ævintýri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Víkingur
Halldór Smári Sigurðsson, herra Víkingur, hefur lagt skóna á hilluna. Það verður formlega tilkynnt á miðlum Víkings seinna í dag, laugardag.

Halldór Smári er fæddur árið 1988 og hefur verið hjá Víkingi allan sinn feril. Allir leikir á ferli hans eru fyrir Víking ef frá eru taldir tveir leikir með venslaliðinu Berskerkjum í upphafi ferilsins. Hann er langleikjahæsti leikmaður í sögu Víkings með 331 leik spilaðan og fimm mörk skoruð.

Hann var hluti af liði Víkings sem endaði í 10. sæti 1. deildarinnar árið 2009 og líka liðinu sem vann fyrsta leik íslensks liðs í sjálfri Sambandsdeildinni síðasta haust. Víkingur vann bikarinn árið 2019 og eftir tímabilið 2020 hefur liðið verið í toppbaráttu, því má með sanni segja að Halldór Smári hafi upplifað tímana tvenna á sínum ferli.

Miðvörðurinn varð tvisvar Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari með uppeldisfélaginu. Á morgun verður birt viðtal við herra Víking á samfélagsmiðlum Víkings.


Athugasemdir
banner
banner
banner