Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   lau 29. mars 2025 13:29
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu fallegt mark Eze á Craven Cottage - Lagði upp annað nokkrum mínútum síðar
Eberechi Eze er búinn að vera allt í öllu hjá Palace
Eberechi Eze er búinn að vera allt í öllu hjá Palace
Mynd: EPA
Eberechi Eze er með töfrasprotann á lofti á Craven Cottage en hann er með mark og stoðsendingu fyrir Crystal Palace sem er að vinna Fulham, 2-0, í 8-liða úrslitum enska bikarsins.

Englendingurinn skoraði glæsimark á 34. mínútu. Eze fékk boltann vinstra megin við teiginn, keyrði með boltann í átt að D-boganum og smellti honum síðan með hægri í stöng og inn.

Í kjölfarið fagnaði hann með því að setja vísifingur á munninn til að þagga niður í stuðningsmönnum,

Eze lagði annað mark Palace upp aðeins fjórum mínútum síðar er hann fann Ismaila Sarr í teignum sem skoraði. Staðan 2-0 þegar rúmur hálftími er til leiksloka.




Athugasemdir
banner
banner
banner