Stefán Árni Geirsson meiddist illa í leik KR og Víkings í kvöld. Hann meiddist illa í tæklingu og var strax ljóst að hann hefði farið úr ökklalið.
Í kjölfarið kom í ljós að hann brotnaði líka og verður hann lengi frá vegna meiðslanna. Endanleg tímasetning er ekki ljós á þessum tímapunkti en ansi ólíklegt þykir að hann spili nokkuð tímabilið 2025. Stefán var borinn af velli og fluttur af Víkingsvelli með sjúkrabíl.
Í kjölfarið kom í ljós að hann brotnaði líka og verður hann lengi frá vegna meiðslanna. Endanleg tímasetning er ekki ljós á þessum tímapunkti en ansi ólíklegt þykir að hann spili nokkuð tímabilið 2025. Stefán var borinn af velli og fluttur af Víkingsvelli með sjúkrabíl.
Þetta er mikið högg fyrir KR-inga en Stefán Árni er afskaplega öflugur sóknarsinnaður miðjumaður með mikinn sköpunarmát. Hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli á sínum ferli og heldur óheppnin áfram að elta hann.
Hann er 24 ára og er uppalinn KR-ingur. Hann lék á sínum tíma 14 unglingalandsleiki og var ætlað stórt hlutverk í liði KR á tímabilinu.
Athugasemdir