Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   lau 29. mars 2025 13:17
Brynjar Ingi Erluson
Víkingur kveður Halldór Smára - „Myndi gera þetta allt aftur“
Halldór Smári Sigurðsson vann Íslandsmeistaratitilinn tvisvar og bikarmeistaratitilinn fjórum sinnum í treyju Víkigns
Halldór Smári Sigurðsson vann Íslandsmeistaratitilinn tvisvar og bikarmeistaratitilinn fjórum sinnum í treyju Víkigns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Takk fyrir mig og mín var ánægjan. Ég myndi gera þetta allt aftur þó ég myndi vita að ég myndi ekki vinna neitt eða gera neitt. Þetta er ferðalagið og það er það sem situr eftir. Ég er mjög þakklátur fyrir allt og takk fyrir mig,“ sagði Halldór Smári Sigurðsson í sérstöku kveðjuviðtali við Tómas Þór Þórðarson en það birtist á samfélagsmiðlum Víkings í dag.

Víkingar greindu frá því seint í gær að skór Halldórs Smára væru komnir upp í hillu.

Halldór, sem er fæddur árið 1988, lék allan sinn feril með Víkingum og fór þar í gegnum bæði hæðir og lægðir.

Síðustu ár hafa verið farsæl en hann varð tvisvar Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari á síðustu fimm árum ásamt því að komast alla leið í umspil Sambandsdeildar Evrópu.

Alls spilaði hann 331 leik með félaginu og er leikjahæstur í sögu Víkings, en Tómas Þór fór yfir ferilinn með Halldóri og má sjá allt kveðjuviðtalið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner