
Breiðablik hefur fengið unglingalandsliðskonuna Ölmu Rós Magnúsdóttir í sínar raðir frá Keflavík.
Alma Rós er fædd árið 2008 og er gríðarlega efnilegur leikmaður en hún spilaði tíu leiki þegar Keflavík féll úr Bestu deild kvenna í fyrra. Sumarið áður spilaði hún 13 leiki í Bestu deildinni.
Alma Rós er fædd árið 2008 og er gríðarlega efnilegur leikmaður en hún spilaði tíu leiki þegar Keflavík féll úr Bestu deild kvenna í fyrra. Sumarið áður spilaði hún 13 leiki í Bestu deildinni.
Hún skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hún var aðeins 15 ára gömul.
„Hún er með virkilega góðan fót þessi stelpa, mikla yfirvegun og góðan leikskilning. Ég var með það í kollinum að hún væri orðin eldri en hún er bara á 15. ári," sagði Mist Rúnarsdóttir í Heimavellinum um Ölmu sumarið 2023.
Alma Rós á að baki einn leik fyrir U17 landsliðið og fimm leiki fyrir U15 landsliðið.
Hún á alls að baki 30 KSÍ-leiki og hefur skorað í þeim tvö mörk.
Breiðablik er með fjögur stig eftir tvo leiki í Bestu deild kvenna en liðið mætir Fram í kvöld.
Athugasemdir