Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Útvarpsþátturinn - Mjólkin býður upp á það óvænta
Hugarburðarbolti GW 32 Það eru 9 fingur á bikarnum hjá Liverpool!
Leiðin úr Lengjunni - Upphitun fyrir Lengjudeildina 2025
Niðurtalningin - Verður skjöldurinn áfram í Kópavogi?
Niðurtalningin - Breyttir tímar á Hlíðarenda
Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Niðurtalningin - Víkingur með háleit markmið
Tveggja Turna Tal - Gunnar Jarl Jónsson
Útvarpsþátturinn - Nýr formaður KR og meðbyrinn í Vesturbænum
Niðurtalningin - Ár tvö hjá prófessornum í Laugardalnum
Niðurtalningin - Það er frábært að vera fyrir norðan
Niðurtalningin - Stjarnan ætlar að skína skært í sumar
Niðurtalningin - FH ætlar hærra en þetta
Frábær þrenna, tvö stig og einn rosalega skrítinn leikur
Niðurtalningin - Framarar með fulla skúffu af trixum
Hugarburðarbolti GW 31 Eru Liverpool sprungnir ?
Niðurtalningin - Austurland á fulltrúa í fyrsta sinn síðan 1994
Niðurtalningin - Staðan tekin á Stólunum á Spáni
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Útvarpsþátturinn - Í beinni á leikdegi í Bestu
   fim 29. október 2015 15:00
Fótbolti.net
Innkastið - Freyr fer yfir byrjunina í riðlinum
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, heimsótti Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara kvenna, í fyrsta þætti Innkastsins. Farið var yfir byrjun liðsins í undankeppni EM en Ísland hefur fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina.

Innkastið er nýr hljóðvarpsþáttur sem finna má á Fótbolta.net. Þar verður kafað aðeins dýpra í hlutina og rætt um fótbolta á mannamáli.

Heyra má viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan. Þar er rætt um undankeppnina, komandi verkefni, í hvaða stöðu minnsta samkeppnin er, starf Freys fyrir KSÍ, Leikni og fleira.

Meðal spurninga sem Freyr fær er hvort einhver leikmaður hafi komið honum á óvart í undankeppninni og sé í raun enn betri en hann hélt?

„Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur strax upp í hugann. Hún er í skóla í Florida State þar sem umgjörðin er frábær og hún hefur bætt sig mikið þar. Hún kom inn í lið Fylkis í sumar og spilaði frábærlega, skoraði mikið og gerði rosalega mikið fyrir liðið. Hún kom svo inn í landsliðsverkefnið og sýndi strax mikil gæði," segir Freyr.

„Hún er sterk á boltanum, kláraði færin af mikilli yfirvegun. Það er greinilega í genunum þar. Hún er með leikskilning og hraða. Hún kom mér virkilega skemmtilega á óvart."

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið í ákveðinni uppsveiflu í landsliðinu aftur. Freyr segir hana ótrúlega mikilvæga í hópnum.

„Hún hefur mjög mikla reynslu og leikgreind sem er mjög dýrmætt að hafa á liðsfundum og taktískum æfingum þar sem þarf að ná tengingu við leikmenn. Svo hefur hún gengið í gegnum eld og brennistein. Hún hefur verið íþróttamaður ársins og skorað eins og ég veit ekki hvað. Svo hefur hún farið langt niður í hrikalega erfiðum meiðslum. Hún er með mikla pressu bæði frá sjálfri sér og umhverfinu. Öll þessi reynsla nýtist liðinu í dag og hún kann að gefa af sér."

„Það var engin tilviljun að ég setti Glódísi (Perlu Viggósdóttur) sem herbergisfélaga með henni fyrir þessa undankeppni. Svona reynsla þarf að skila sér inn til landsliðsins og Margrét er mjög gefandi í þessu," segir Freyr en hvernig lýst honum á að Margrét sá á leiðinni heim í íslenska boltann?

„Ég er búinn að fara hringinn með þetta. Mér finnst hún nægilega góð til að spila áfram í sænsku deildinni en það togar í hana að vera kominn með fjölskyldu og þeim langar heim. Toppfélögin á Íslandi eru með frábæra umgjörð og henni langar að komast í það. Henni langar að keppa um titla og ég þekki Margréti það vel að ég veit að hún getur reynst okkur enn betur ef hún er með blóð á tönnunum og sjálfstraustið í botni. Ég er mjög jákvæður fyrir því að hún sé að koma heim."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner