Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 30. maí 2017 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Áfall í Ólafsvík - Fyrirliðinn með stórt æxli í kviðnum
Söfnun hafin til að létta undir með henni
Samira Suleman þarf að fara tafarlaust í aðgerð eftir að æxli uppgötvaðist í maga hennar.
Samira Suleman þarf að fara tafarlaust í aðgerð eftir að æxli uppgötvaðist í maga hennar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Samira í leik með Víkingi.
Samira í leik með Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ghanastúlkan Samira Suleman, sem leikið hefur með kvennaliði Víkings Ólafsvík við góðan orðstír undanfarin ár mun ekki spila meira með liðinu í sumar vegna veikinda.

Samira, sem er 26 ára gömul, mætti til landsins í vor og hóf sitt þriðja tímabil með liðinu en við læknisskoðun kom í ljós að hún er með stórt æxli í kviðnum og þarf að fara tafarlaust í aðgerð. Samstundis var ákveðið hjá stjórn félagsins að Samira fengi þá læknismeðferð sem hún þarf hér á Íslandi

Alls hefur Samira leikið 30 leiki fyrir kvennalið Víkings Ó. og skorað í þeim 23 mörk. Hún er mikill leiðtogi innan félagsins og til marks um það má nefna að í vor var hún gerð að fyrirliða liðsins. Auk þess að spila með liðinu hefur hún einnig komið að þjálfun yngri flokka félagsins.

Framundan er því erfið aðgerð og bataferli og eins og gefur að skilja er um fjárhagslega íþyngjandi læknismeðferð að ræða. Til að létta undir með Samiru hefur félagið sett af stað fjársöfnun og geta þeir sem vilja leggja henni lið lagt inn frjáls framlög á eftirfarandi reikning.

Reikningsnúmer:
0190-05-060550
kt: 470579-0139
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner