Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 13:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhannes Berg spáir í 9. umferð Bestu deildarinnar
Íslandsmeistarinn Jóhannes Berg.
Íslandsmeistarinn Jóhannes Berg.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Dusan stangar boltann í netið.
Dusan stangar boltann í netið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Níunda umferð Bestu deildarinnar hefst í kvöld með leik FH og Fram. Umferðinni lýkur svo á mánudagskvöld með nágrannaslag KR og Vals.

Íslandsmeistarinn Jóhannes Berg Andrason er spámaður umferðarinnar. Hann varð Íslandsmeistari í handbolta með FH eftir sigur á Aftureldingu.

Helga Birkis, móðir Birkis Más, spáði í leiki síðustu umferðar og var með fimm leiki rétta.

Svona spáir Jóhannes Berg leikjum umferðarinnar:

FH 2 - 0 Fram (Í kvöld 19:15)
Mikil stemming í krikanum þessa daganna. Þetta er öruggur 2-0 sigur FH, Úlfur setur hann i fyrri síðan mætir minn maður Dusan inná í seinni og stangar hann inn nýklipptur.

KA 3- 1 ÍA (16:00 á morgun)
Kviknar á Viðari Erni sem setur 3 i þessum leik.

Vestri 0 - 0 Stjarnan (sunnudagur 14:00)
Steindautt 0-0, Vestramenn óheppnir að taka ekki 3 punkta.

Víkingur 5 - 0 Fylkir (sunnudagur 17:00)
Þetta verður öruggur 5-0 sigur Víkinga, mínir gömlu menn alltof góðir um þessar mundir.

HK 4 - 3 Breiðablik (sunnudagur 19:15)
Þetta verður markaleikur en hH er með lyklana að Breiðabliki og taka þá 4-3.

KR 1 - 2 Valur (mánudagur 19:15)
Stórleikurinn stendur undir nafni, Valsmenn fá 2 rauð í fyrri en ná á ótrúlegan hátt að sigla heim 3 punktum gegn bitlausu liði KR.

Fyrri spámenn:
Helga Birkis (5 réttir)
Finnur Freyr (5 réttir)
Nadía Atla (4 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Stefán Teitur (2 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Gummi Ben (1 réttur)
Innkastið - Baulað í Vesturbæ og Hrafninn í stúkunni
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
3.    Breiðablik 11 8 1 2 26 - 13 +13 25
4.    ÍA 10 5 1 4 20 - 14 +6 16
5.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
6.    FH 10 4 2 4 18 - 20 -2 14
7.    Fram 10 3 4 3 13 - 14 -1 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    Fylkir 10 2 1 7 15 - 27 -12 7
12.    KA 10 1 2 7 14 - 25 -11 5
Athugasemdir
banner
banner
banner