Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fim 05. júlí 2012 09:38
Þórður Már Sigfússon
Birkir að öllum líkindum til Pescara
Birkir Bjarnason mun líklegast spila í Serie A á næsta tímabili.
Birkir Bjarnason mun líklegast spila í Serie A á næsta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er að öllum líkindum á leið til ítalska úrvalsdeildarliðsins Pescara frá Standard Liege.

Samkvæmt heimildum Fótbolti.net munu félögin reyna til þrautar að ná samkomulagi um félagaskipti leikmannsins í dag en lítið ber á milli í samningaviðræðunum.

Standard Liege hefur sankað að sér nokkrum miðjumönnum að undanförnu, þ.á.m. Svíanum Astrid Ajdarevic og eru forráðamenn Liege því viljugir að selja Birki þrátt fyrir að hann hafi einungis gengið til liðs við félagið í janúar síðastliðinn frá Víking í Noregi.

Daniele Delli Carri, yfirmaður íþróttamála hjá Pescara, tjáði Fótbolti.net í gær að Birkir væri mjög áhugaverður leikmaður sem félagið hafi haft undir smásjánni í nokkurn tíma.

Hann vildi hins vegar lítið tjá sig um samningaviðræður félaganna en sagði þær langt á veg komnar.

Samkvæmt heimildum Fótbolti.net er líklegast að Birkir gangi til liðs við Pescara á árs lánssamningi og verði síðan keyptur til félagsins að samningstímanum loknum, standi hann undir væntingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner