Tyler Dibling hefur verið einn af fáum ljósum punktum í liði Southampton á þessari leiktíð.
Liðið er þegar fallið í Championship deildina en hinn 19 ára gamli Dibling hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína. Hann hefur verið orðaður við lið á borð við Newcastle og Man United áfram liðum í þýsku deildinni.
Liðið er þegar fallið í Championship deildina en hinn 19 ára gamli Dibling hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína. Hann hefur verið orðaður við lið á borð við Newcastle og Man United áfram liðum í þýsku deildinni.
Southampton vill fá rúmar 100 milljónir punda fyrir hann en Dibling segir að leikmenn liðsins geri mikið grín í kringum verðmiðann.
„Nokkur gælunöfn fá að flakka. Þetta er allt sagt í gríni, það tekur þessu enginn alvarlega, þetta er bara númer. Ramsdale elskar þetta. Ég kannski klúðra á æfingu og hann segir '90 milljónir', '80 milljónir' og það lækkar alltaf eftir klúðrunum," sagði Dibling.
Umræðan truflar hann ekki.
„Ég reyni að hugsa ekkert um þetta og fer bara á æfingar daglega og legg hart að mér. Ég elska Southampton. Ég hef verið hérna síðan ég var átta ára. Þeetta er stórkostlegt lið og ég er að vinna að stórum hlutum með þeim," sagði Dibling.
Athugasemdir