Atli Guðnason framherji FH var valinn leikmaður ársins í hófi KSÍ sem nú stendur yfir í Háskólabíói og hjá konunum var Katrín Jónsdóttir leikmaður Vals valin best.
Efnilegustu leikmennirnir voru Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki og Fanndís Friðriksdóttir einnig úr Breiðabliki.
Bestu stuðningsmennirnir voru valdir stuðningsmenn KR hjá körlunum og stuðningsmenn Fylkis hjá konunum.
Besti leikmaðurinn:
Karlar: Atli Guðnason, FH
Konur: Katrín Jónsdóttir, Valur
Efnilegasti leikmaðurinn:
Karlar: Alfreð Finnbogason, Breiðablik
Konur: Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik
Besti dómarinn (valið af leikmönnum)
Kristinn Jakobsson
Bestu stuðningsmennirnir:
Karlar: KR
Konur: Fylkir
Prúðustu liðin í vali háttvísisnefndar KSÍ
Karlar: KR
Konur: Breiðablik
Prúðustu leikmennirnir:
Karlar: Daði Guðmundsson, Fram
Konur: Dóra María Lárusdóttir, Valur
Athugasemdir