Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. september 2021 15:46
Elvar Geir Magnússon
Fallbaráttulið að missa leikmenn í bönn
Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkinga, verður í banni gegn HK.
Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkinga, verður í banni gegn HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ kom saman í gær og úrskurðaði leikmenn í leikbönn. Nú er landsleikjahlé og næsta umferð í Pepsi Max-deildinni, þriðja síðasta umferðin, verður leikin 11.-12. september.

Unnar Steinn Ingvarsson og Dagur Dan Þórhallsson taka út bann hjá Fylki þegar liðið heimsækir KA. Rodrigo Mateo og Sebastiaan Brebels taka út bann hjá KA. Þeir hafa allir fengið fjögur gul spjöld.

Birkir Valur Jónsson og Stefan Ljubicic, leikmenn HK, verða í banni í leik gegn Víkingi. Varnarmaðurinn reyndi Sölvi Geir Ottesen verður í banni hjá Víkingum í þeim leik.

Alexander Davey og Elias Alexander Tamburini verða í banni þegar ÍA fær Leikni í heimsókn. Davíð Snær Jóhannsson og Marley Blair verða í banni þegar Keflavík fær KR í heimsókn.

Guðmann Þórisson verður í banni þegar FH heimsækir Stjörnuna en hann hefur fengið sjö gul spjöld í sumar. Halldór Orri Björnsson verður ekki með Stjörnunni.

Í Lengjudeildinni verða Kórdrengir án Fatai Gbadamosi og Arnleifs Hjörleifssonar í leik gegn Fjölni á laugardaginn næsta.

Auk þess voru Gunnar Gunnarsson og Kyle McLagan (Fram), Kjartan Kári Halldórsson og Kristófer Melsted (Gróttu), Sindri Björnsson (Grindavík), Arnór Gauti Ragnarsson (Aftureldingu), Alexander Freyr Sindrason (Fjölni), Elmar Þór Jónsson (Þór) og Kareem Isiaka (Víking Ó.) dæmdir í leikbönn.

Smelltu hér til að sjá úrskurðinn í heild sinni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner