Liverpool hefur skrifað undir risasamning við Adidas sem færir félaginu um 60 milljónir punda á ári, um 11 milljarða íslenskra króna.
Adidas verður því aftur treyjuframleiðandi Liverpool en liðið var í merkinu 1985-1996 og svo aftur 2006-2012. Hinar goðsagnakenndu þrjár rendur snúa því aftur á Liverpool treyjuna en félagið hefur klæðst Nike treyjum síðustu fimm ár.
„Allir hjá félaginu eru ótrúlega spenntir yfir því að bjóða Adidas velkomið aftur í LFC fjölskylduna," segir Billy Hogan, framkvæmdastjóri Liverpool.
Þýska íþróttavörufyrirtækið vann útboð gegn Nike og Puma um fimm ára samning.
Adidas verður því aftur treyjuframleiðandi Liverpool en liðið var í merkinu 1985-1996 og svo aftur 2006-2012. Hinar goðsagnakenndu þrjár rendur snúa því aftur á Liverpool treyjuna en félagið hefur klæðst Nike treyjum síðustu fimm ár.
„Allir hjá félaginu eru ótrúlega spenntir yfir því að bjóða Adidas velkomið aftur í LFC fjölskylduna," segir Billy Hogan, framkvæmdastjóri Liverpool.
Þýska íþróttavörufyrirtækið vann útboð gegn Nike og Puma um fimm ára samning.
Treyjutekjur Liverpool verða í samræmi við Arsenal, Manchester City og Chelsea, sem öll fá um 60-65 milljónir punda frá samningum við Adidas, Puma og Nike. Liverpool fékk áður 30 milljónir punda á ári frá Nike sem tryggða grunntölu
Manchester United er með stærsta treyjusamning deildarinnar og fær um 90 milljónir pundar á ári frá Adidas.
Liverpool Football Club and adidas have agreed a new multi-year partnership that will see the sportswear giant once again become the club's official kit partner from 1st August 2025 ????
— Liverpool FC (@LFC) March 10, 2025
Athugasemdir