Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kerkez með bestu fyrirgjöf tímabilsins?
Mynd: EPA
Hinn 21 árs gamli MIlos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, hefur fengið verðskuldað hrós fyrir frammistöðu sína með liðinu á tímabilinu.

Kerkez hefur lagt upp fimm mörk og skorað tvö í úrvalsdeildinni en hann átti glæsilega stoðsendingu á Marcus Tavernier í jafntefli gegn Tottenham í gær.

„Þvílík fyrirgjöf hjá Milos Kerkez. Alveg fullkomin, þú sérð ekki betri fyrirgjöf en þetta á þessari leiktíð," sagði Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports.

Kerkez hefur verið orðaður við stórlið í Evrópu m.a. Liverpool og Real Madrid.

Sjáðu markið hér

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner