
Jose Sanchez hefur komist að samkomulagi við um að rifta samningnum hans vegna veikinda í fjölskyldunni.
Jose er spænskur miðvörður en hann kom sterkur inn í liðið síðasta sumar. Hann lék 27 leiki og skoraði tvö mörk en liðið vann 2. deild og spilar því í Lengjudeildinni næsta sumar.
Jose er spænskur miðvörður en hann kom sterkur inn í liðið síðasta sumar. Hann lék 27 leiki og skoraði tvö mörk en liðið vann 2. deild og spilar því í Lengjudeildinni næsta sumar.
„Jose kveður Selfoss með miklum söknuði og hefur þetta að segja til Selfyssinga," segir í tilkynningu frá félaginu.
„Það er synd að kveðja á þennan hátt. Vegna persónulegra aðstæðna þarf ég að kveðja Selfoss. Ég er gríðarlega stoltur af því að hafa tilheyrt þessari frábæru fjölskyldu sem sem samfélagið á Selfossi er og klúbburinn sjálfur. Ég vil þakka ykkur fyrir allar fallegu stundirnar sem við höfum átt saman, fyrir hjálpina sem þið hafið sýnt mér og fyrir árangurinn sem við náðum saman. Allt mun þetta lifa með mér um ókomna tíð.
Selfoss mun alltaf eiga dýrmætan stað í hjarta mér. Ég mun halda áfram að styðja Selfoss. Takk fyrir mig og Áfram Selfoss.”
Athugasemdir