Boltinn byrjaði að rúlla um helgina í færeysku Betri-deildinni. Þar leika öll liðin á gervigrasi og ekkert því til fyrirstöðu að hefja leik.
Brandur Olsen, fyrrum leikmaður FH, er mættur aftur í færeysku deildina og hann stal fyrirsögnunum í fyrstu umferðinni. Brandur skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma þegar NSÍ Runavík vann 4-3 sigur gegn B36 í mögnuðum leik.
Klæmint Olsen, fyrrum leikmaður Breiðabliks, skoraði tvö mörk fyrir NSÍ í leiknum.
Brandur Olsen, fyrrum leikmaður FH, er mættur aftur í færeysku deildina og hann stal fyrirsögnunum í fyrstu umferðinni. Brandur skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma þegar NSÍ Runavík vann 4-3 sigur gegn B36 í mögnuðum leik.
Klæmint Olsen, fyrrum leikmaður Breiðabliks, skoraði tvö mörk fyrir NSÍ í leiknum.
Víkingur í Götu vann færeyska meistaratitilinn í fyrra en byrjar titilvörnina ekki á sannfærandi hátt. Meistararnir gerðu 1-1 jafntefli gegn TB í fyrsta leik.
Flestir spá því að KÍ frá Klaksvík, sem vann titilinn þrjú ár í röð áður en Víkingar lyftu bikarnum í fyrra, vinni deildina þetta árið. Liðið sigraði 07 Vestur 3-1 í gær.
Þá vann HB, félagið sem Heimir Guðjónsson stýrði með góðum árangri á sínum tíma, 3-2 sigur gegn B68.
Brandur Hendriksson Olsen wins it for @nsirunavikfc in the 95th minute with a goal from a free-kick!
— Færøsk fodbold (@FaeroskFodbold) March 9, 2025
Incredible match! pic.twitter.com/IJ3RmH6xFe
Athugasemdir