Aleksandar Mitrovic, fyrrum sóknarmaður Newcastle og Fulham, missti af æfingu með Al-Hilal í Sádi-Arabíu þar sem hann var fluttur á sjúkrahús með óreglulegan hjartslátt.
Þessi þrítugi leikmaður hefur gengist í gegnum ítarlega skoðanir en hann fann fyrir óþægindum eftir að hafa skorað í 2-0 sigri gegn Al-Fayha á föstudaginn.
Þessi þrítugi leikmaður hefur gengist í gegnum ítarlega skoðanir en hann fann fyrir óþægindum eftir að hafa skorað í 2-0 sigri gegn Al-Fayha á föstudaginn.
Mitrovic var nýkominn til baka eftir meiðsli aftan í læri sem höfðu haldið honum frá keppni síðan í janúar.
Í yfirlýsingu frá Al-Hilal segir að sjúkrateymi félagsins segir að sérfræðingar fylgist grannt með þróun mála hjá Serbanum.
Mitrovic lék 205 leiki fyrir Fulham og skoraði 111 mörk fyrir Fulham eftir að hann kom frá Newcastle 2018. Hann setti markamet í Championship-deildinni þegar hann skoraði 43 mörk í 44 leikjum 2021-22.
Samtals skoraði hann 38 mörk í 129 úrvalsdeildarleikjum fyrir Fulham og Newcastle.
Al-Hilal mætir Pakhtakorin frá Úsbekistan í Meistaradeild Asíu á morgun. Ekki er gefið út hvort Mitrovic, sem hefur skorað 13 mörk í 14 leikjum í Sádi-arabísku deildinni á tímabilinu, verði með.
Athugasemdir