
KSÍ verður með fréttamannafund á Laugardalsvelli á miðvikudaginn klukkan 13:15.
Á fundinum mun Arnar Gunnlaugsson opinbera leikmannahóp íslenska landsliðsins fyrir komandi umspilsleiki við Kósovó. Þetta er fyrsti hópurinn sem Arnar velur síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari.
Á fundinum mun Arnar Gunnlaugsson opinbera leikmannahóp íslenska landsliðsins fyrir komandi umspilsleiki við Kósovó. Þetta er fyrsti hópurinn sem Arnar velur síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari.
Framarlega á vellinum er samkeppnin mikil og margir leikmenn verið að spila vel að undanförnu. Það verður fróðlegt að sjá hverjir hljóta náð fyrir augum Arnars.
Fréttamenn Fótbolta.net hafa verið með vangaveltur í aðdragandanum að valinu.
Ísland mætir Kósovó í tveimur umspilsleikjum. Sigurvegari viðureignarinnar verður í B-deild næst þegar Þjóðadeildin verður spiluð. Tapliðið verður í C-deildinni.
Útileikurinn, fyrri leikur umspilsins, fer fram í Pristina í Kósovó 20. mars. Heimaleikur Íslands fer fram í Murcia á Spáni þar sem framkvæmdir standa yfir á Laugardalsvelli. Sá leikur verður 23. mars.
Athugasemdir