Lionel Messi var ekki með Inter Miami í gærkvöldi þegar liðið lagði Charlotte í MLS deildinni í Bandaríkjunum.
Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Messi kemur ekkert við sögu en Javier Mascherano, stjóri liðsins, er að hlífa honum fyrir álagsmeiðslum.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Inter þar sem Oscar Ustari, markvörður liðsins, var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks.
Liðið kom hins vegar sterkt til leiks í seinni hálfleik og Tadeo Allende skoraði eina mark leiksins eftir nokkrar sekúndur í seinni hálfleik eftir laglegt samspil við Luis Suarez.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir