Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
19 ára fyrirliði PSG
Mynd: EPA
Áttundi mars 2025 er dagur sem Warren Zaire-Emery, ungur miðjumaður PSG, mun seint gleyma.

Zaire-Emery fagnaði 19 ára afmælisdeginum á laugardaginn 8. mars. Liðið vann Rennes 4-1 og Zaire-Emery var í byrjunarliðinu.

Ekki nóg með það fékk hann þann heiður að bera fyrirliðabandið í leiknum.

Hann þykir gríðarlegt efni en þessi franski miðjumaður er yngsti leikmaður í sögu félagsins til að spila en hann var rúmlega 16 ára gamall þegar hann fékk sitt fyrsta tækifæri árið 2022. Hann hefur leikið 107 leiki fyrir liðið og skorað átta mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner