Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 09:05
Elvar Geir Magnússon
Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz
Powerade
Jobe Bellingham í stúkunni.
Jobe Bellingham í stúkunni.
Mynd: EPA
Florian Wirtz er eftirsóttur.
Florian Wirtz er eftirsóttur.
Mynd: EPA
Adam Wharton í leik með Palace.
Adam Wharton í leik með Palace.
Mynd: EPA
Chelsea vill litla Bellingham, stórlið vilja Florian Wirtz og Rafael Leao er eftirsóttur. Þetta er meðal þess sem hægt er að finna í Powerade slúðurpakkanum. BBC tók saman.

Chelsea er að stilla upp tilboði í enska miðjumanninn Jobe Bellingham (19) hjá Sunderland en hann er yngri bróðir Jude hjá Real Madrid. (Sun)

Manchester United fylgist með franska framherjanum Jean-Philippe Mateta (27) hjá Crystal Palace en hann hefur skorað 12 mörk í 27 úrvalsdeildarleikjum á þessu tímabili. (Sun)

Manchester City er að ræða við umboðsmenn Florian Wirtz (21), leikmanns Bayer Leverkusen. City gæti gert sumartilboð í þýska kantmanninn, 21. (Football Insider)

Real Madrid og Bayern Munchen hafa einnig áhuga á að fá Wirtz en líklegt er að þessi hæfileikaríki leikmaður yfirgefi Bayer Leverkusen í sumar. (Mundo Deportivo)

Chelsea og Barcelona hafa sýnt áhuga á að fá portúgalska kantmanninn Rafael Leao (25) frá AC Milan. (Calciomercato)

Manchester City íhugar að gera sumartilboð í enska miðjumanninn Adam Wharton (21) hjá Crystal Palace (TBR)

Enski miðvörðurinn Jarrad Branthwaite (22) gæti orðið launahæsti leikmaður Everton en hann mun krefjast samnings upp á um 150.000 pund á viku til að vera áfram hjá félaginu. (Football Insider)

Everton þarf að borga 40 milljónir punda til að fá ekvadorska miðjumanninn Joel Ordonez (20) frá Club Brugge í sumar. (Football Insider)

Arsenal, Liverpool og Chelsea hafa fylgst með franska framherjanum Marcus Thuram (27) hjá Inter. (TBR)

Bayern München beinir smásjá sinni að Dean Huijsen (19), leikmanni Bournemouth. Félagið er þó ekki búið að ákveða hvort það reyni við leikmanninn í sumar. (Florian Plettenberg)

Deportivo La Coruna óttast að þurfa að selja spænska kantmanninn Yeremay Hernandez (22) ef félagið missir af því að komast upp í La Liga. Riftunarákvæði hans í sumar yrði um 30 milljónir punda og félög eins og Chelsea, Napoli og Como nálguðust hann í janúar. (AS)

Þýski miðjumaðurinn Joshua Kimmich (30) er tilbúinn að skrifa undir nýjan samning við Bayern München til ársins 2029. (Fabrizio Romano)

Juventus vilgera annan lánssamning um Randal Kolo Muani (26) í sumar og fá kauprétt á þessum franska framherja Paris St-Germain. (Calciomercato)

Barcelona hefur hafið viðræður um að framlengja samning pólska markvarðarins Wojciech Szczesny (34). (Nicolo Schira)

Fyrrum íþróttastjóri Atletico Madrid, Andrea Berta, hefur samþykkt að taka að sér sama hlutverk hjá Arsenal. Manchester United og Paris St-Germain hafa sýnt honum áhuga. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner